Select Page

Almenn námskeið

 

Almenn braut Eflingar

Á nýrri almennri braut Eflingar verður félögum veittur stuðningur, tæki og tól til að hafa aukin áhrif, beita sér í þágu verkalýðsbaráttunnar og samfélagsmála almennt. Brautin skiptist upp í fjóra hluta.

Í fyrsta hlutanum, sem verður kenndur í apríl, verður Eflingarfélögum bent á tækifæri til áhrifa, veitt leiðsögn í tjáningu, leiðbeint um notkun samfélagsmiðla og ýmsar aðrar árangursríkar leiðir til að koma skoðunum sínum og hugsjónum á framfæri.

Efling býður nemendum upp á kvöldverð öll kennslukvöldin. Allt nám fer fram í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún og engrar heimavinnu er krafist. Engin önnur skilyrði eru fyrir inngöngu á almennu brautina heldur en að hafa greitt iðgjald til Eflingar í að lágmarki þrjá mánuði síðustu sex mánuði. Nemendur á almennu brautinni verða leystir út með útskriftargjöfum.

Kennsla fer fram á ensku og íslensku.

Hluti 1 á íslensku: 14., 21., 28. apríl og 5. maí, kl. 18:00–21:00.

Hluti 1 á ensku: 15., 22., 29. apríl og 6. maí, kl. 18:00–21:00.

Áhugasömum er bent á að skrá sig í nám á almennu brautinni í gegnum efling@efling.is eða í síma 510 7500.
Námið er félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu.

Félagsmálaskóli alþýðu

Félagsmálaskóli alþýðu býður upp á fjölda opinna námskeiða gegn vægu gjaldi. Félagsmenn Eflingar geta sótt um einstaklingsstyrk vegna námskeiðanna í fræðslusjóðum Eflingar. Námskeiðin eru kennd á íslensku.
Námskeiðin verða kennd í fjarkennslu. Skráning og nánari upplýsingar á vef skólans www.felagsmalaskoli.is

Lærðu að takast á við breytingar og álag

Þrautseigju er hægt að efla og rækta með sér, sem eykur hæfni til að takast á við breytingar, álag og áföll í starfi og einkalífi.
Námskeiðið fer fram á íslensku.
Kennt: 28. janúar, kl. 9-12
Leiðbeinandi er Sigríður Hulda Jónsdóttir, ráðgjafi og eigandi SHJ ráðgjafar
Verð: 21.000 kr.

Virk hlustun og krefjandi samskipti

Megin markmið námskeiðs er að efla færni þátttakenda í krefjandi samskiptum með áherslu á virka hlustun.
Námskeiðið fer fram á íslensku.
Kennt: 11. febrúar, kl. 9.00-11.00
Leiðbeinandi er Sigríður Hulda Jónsdóttir, ráðgjafi og eigandi SHJ ráðgjöf
Verð: 14.500 kr.

Vertu með!

Félagsörvun er árangursrík aðferð til að skapa öfluga liðsheilda á skömmum tíma. Sterk liðsheild býr yfir samheldni, eindrægni og hreinskiptni sem grundvallast á trausti.
Námskeiðið byggir ekki á fyrirlestrum heldur samvinnuverkefnum og leiddum samtölum um lærdóminn sem draga má af vinnu hópsins.
Námskeiðið fer fram á íslensku.
Kennt: 13. apríl, kl. 9.00-13.00
Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistakennari
Verð: 18.000 kr.

Sprengikraftur orðanna – að koma hugsun á blað

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni sem nýtist þeim í leik og starfi við skrif á áhugaverðum, auðlesnum og grípandi textum.
Námskeiðið fer fram á íslensku.
Kennt: 9. mars, kl. 9.00 – 11.00
Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistakennari
Verð: 26.000 kr.

Yfirlitsnámskeið um lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða

Námskeiðið er tveggja daga yfirlitsnámskeið um íslenska lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða. Farið er yfir helstu þætti er snerta hlutverk og starfsumhverfi þeirra, fjallað um réttindakerfið, lagaumhverfi sjóðanna, eignir og fjárfestingaheimildir auk þess sem rætt er um hlutverk stjórnarmanna og hæfi þeirra.
Námskeiðið fer fram á íslensku.
Kennt: 11. – 12. mars, kl. 9.00 – 16.00
Leiðbeinendur eru Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur hjá Birtu Lífeyrissjóður og Tómas N. Möller, lögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Verð: 93.000 kr.

Ungt fólk og vinnumarkaðurinn

Ungt á fólk Íslandi er virkt á vinnumarkaði og hlutfall þeirra er hvergi jafn hátt. Á námskeiðinu verður farið í helstu atriði sem skipta ungt fólk máli eins á vinnumarkaðnum eins og kjarasamninga og réttindi, uppsagnarfrest o.fl.
Námskeiðið fer fram á íslensku.
Kennt: 16. mars, kl. 16.00-18.00
Leiðbeinandi er Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ
Verð: 8.500 kr.

Breytt landslag á íslenskum vinnumarkaði

Á námskeiðinu verður farið yfir þær miklu breytingar sem hafa orðið á íslenskum vinnumarkaði undanfarin ár, samfara fjölgun erlends launafólks hér á landi. Rætt verður um hvernig hægt sé að takast á við þennan nýja veruleika sem kominn er til að vera.
Námskeiðið fer fram á íslensku. Hægt er að fá túlkun á ensku í rauntíma, vinsamlegast takið fram ef þess er óskað.
Kennt: 24. mars, kl. 9.00-12.00
Leiðbeinendur eru Guðrún M. Guðmundsdóttir og Saga Kjartansdóttir, sérfr. hjá ASÍ
Verð: 12.000 kr.

Ársreikningar og skýrslur lífeyrissjóða

Á námskeiðinu verður farið yfir lög og reglur um ársreikninga lífeyrissjóða og upplýsingagjöf í ársskýrslum sjóðanna. Ársreikningar lífeyrissjóða greindir og fjallað um helstu kennitölur, rætt um fjárhagslega og ófjárhagslega upplýsingagjöf o.fl.
Námskeiðið fer fram á íslensku.
Kennt: 23. febrúar, kl. 15.00 – 18.00
Leiðbeinandi er Vignir R. Gíslason, löggiltur endurskoðandi og partner hjá PWC.
Verð: 34.000 kr.

Þekkirðu réttindi þín?

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri um helstu réttindi og skyldur sem gilda á vinnumarkaðnum, íslenskt samfélag og uppbyggingu þess, vinnumarkaðinn og almannatryggingakerfið.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Kennt: 16. og 18. febrúar, kl. 16.00 -18.00
Kennari er Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ
Verð: 16.500 kr.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere