Select Page

Náms- og kynnisferðir

Náms- og kynnisferðir

Á einungis við um þá sem vinna á opinberum vinnumarkaði, hjá ríkinu, hjúkrunarheimilum, Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ eða Seltjarnarnesi. Með því að smella hér má sjá upplýsingar um ferðastyrki fyrir þá sem vinna á almennum vinnumarkaði. 

Hámarksstyrkur á ári fyrir alla styrki (nám, námskeið, ferðir) er 130.000 kr. ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu                        sl. 12. mánuði. Tekur gildi 1. janúar 2020 og tekur til reikninga sem gefnir eru út frá og með þeim tíma, fyrir það er upphæðin 100.000 kr. 

Ef um kostnað er að ræða vegna dagskrár sem stofnun leggur út fyrir þá getur viðkomandi stofnun sótt um fræðslustyrk vegna Eflingarfélaga samkvæmt reglum um stofnanastyrki.

Athuga þarf að reikningur/greiðslukvittun sé á nafni stofnunar (ekki á nafni einstaklings) og þátttökulisti allra sem fara þarf að fylgja með umsókn.

Hægt er að senda umsóknir og fyrirspurnir á fraedslusjodur@efling.is

Náms- og kynnisferðir erlendis 

Styrkir til félagsmanna sem fara í ferðir erlendis, skipulagðar af viðkomandi stofnun til kynningar á starfsemi annarra eru veittir á 3 ára fresti.

Styrkurinn nemur að hámarki kr. 130.000 á einstakling þó ekki meira en nemur kostnaði.Tekur gildi 1. janúar 2020 og tekur til reikninga sem gefnir eru út frá og með þeim tíma, fyrir það er upphæðin 100.000 kr. 

Dagskrá ferðar skal vera í samræmi við starfsáætlun og markmið vinnustaðarins. Gera skal ráð fyrir að umfang fræðsludagskrár sé að  a.m.k. 2 dagar að lágmarki 10 klst.

Náms- og kynnisferðir innanlands 

Styrkir til félagsmanna sem fara í ferðir innanlands, skipulagðar af viðkomandi stofnun til kynningar á starfsemi annarra eru veittir á 2 ára fresti.

Styrkurinn er að hámarki kr. 35.000 á einstakling þó ekki meira en nemur kostnaði.

Dagskrá ferðar skal vera í samræmi við starfsáætlun og markmið vinnustaðarins. Umfang fræðsludagskrár þarf að vera a.m.k. 1 dagur að lágmarki 5 klst.

Með einstaklingsumsókn þarf að fylgja eftirfarandi
  1. Greinagerð frá yfirmanni um tilgang og markmið ferðar. – Dæmi um fullnægjandi greinargerð.
  2. Dagskrá ferðar sem er í samræmi við starfsáætlun og markmið vinnustaðarins. Dagskráin sé tímasett fyrir og eftir hádegi með lýsingu á hvað skal gera og hver sé tilgangurinn með viðburðinum (td. heimsókninni, ráðstefnunni, námskeiðinu). – Smelltu hér til að sjá dæmi um fullnægjandi dagskráSmelltu hér til að sjá dæmi um ófullnægjandi dagskrá.
  3. Staðfesting móttökuaðila. – Smelltu hér til að sjá dæmi um staðfestingu frá móttökuaðila.
  4. Afrit af farseðlum, greiðslukvittanir fyrir ferða- og gistikostnaði.
  5. Umsóknareyðublað. – Smelltu hér til að ná í umsóknareyðublað
Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere