Select Page

Fagnámskeið

Fagnámskeið

Efling býður upp á fagnámskeið fyrir starfsfólk á vinnumarkaði í samvinnu við viðurkennda fræðsluaðila. Námskeiðin geta gefið launaflokkahækkanir samkvæmt viðkomandi kjarasamningum.

Skráning er hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is. Námskeiðin eru kennd á íslensku og eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Eldhús og mötuneyti

Fagnámskeið I

Kennslutímabil: 
Kennsludagar: 

Fagnámskeið II

Kennslutímabil: 18. janúar – 24. mars 2022
Kennsludagar: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 15:45 – 18:50

Fagnámskeið III

Kennslutímabil: 29. mars til 19. maí 2022

Lögð er áhersla á næringarfræði, samskipti í vinnu, tölvunotkun og hreinlætisfræði. Markmið þess er að auka færni starfsfólks til að sinna störfum sínum í mötuneytum og eldhúsum.
Íslenskustuðningur í námi – Þeir nemendur sem vilja geta tekið stöðupróf í íslensku í upphafi námskeiðs. Boðið er upp á íslenskukennslu með orðaforða þess efnis sem er verið að fara í þá vikuna.
Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa í eldhúsum og mötuneytum og er þeim að kostnaðarlausu.
Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi.
Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is
Námskeiðin fara fram á íslensku.

Leikskólaliðabrú

Leikskólaliðabrú

Kennslutímabil: 22. ágúst til 18. desember 2021

Leikskólaliðabrú er ætluð þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Námið er einingabært og kennt er samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Að námi loknu útskrifast nemendur sem leikskólaliðar.
Námið tekur mið af því að nemendur starfi á leikskóla. Viðkomandi þarf að vera orðinn 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og hafa a.m.k. þriggja ára starfsreynslu í faginu. Námið í heild er 30 einingar og er kennt á fjórum önnum, sex til níu einingar á hverri önn. Fyrsta önnin er kennd í fjarkennslu.
Námið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa í leikskóla og við umönnun barna.
Kennsla fer fram hjá Mími, Öldugötu 23, 101 Reykjavík eða í gegnum fjarbúnað.
Námskeiðið er félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu.
Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is

Starfsmenn leikskóla

Fagnámskeið I

Kennslutímabil: 16. maí til 1. júní 2022

Fagnámskeið II

Kennslutímabil: 7. júní til 23. júní 2022

Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og vinna á leikskólum.
Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í leikskólaliðabrú.

Á fagnámskeiðunum er bæði lögð áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. sjálfstyrkingu og samskipti, námstækni, færnimappa og tölvur og svo  námsþætti eins og uppeldi leikskólabarna, þroski og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum, námsskrá leikskóla, fjölmenningarlegan leikskóla og fleira.
Námskeiðið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa í leikskóla og er þeim að kostnaðarlausu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka.
Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is
Námskeiðið er kennt á íslensku.

Framhaldsnámskeið félagsliða

Heilabilun

Kennslutímabil: 8. september til 1. desember 2021
Kennsludagar: Miðvikudagar kl. 13:00–16:00

Náminu er meðal annars ætlað að auka innsæi í þarfir og aðstæður einstaklinga með heilabilanir. Fræðsla verður um mismunandi sérkenni og algengi heilabilunarsjúkdóma. Samskipti við sjúklinga og aðstandendur. Hlutverk og þjónusta hagsmunafélaga eru kynnt. Farið verður í vettvangsferðir og verkefni unnin eftir þær ferðir. Námsefni frá leiðbeinanda, myndbönd, annað efni kynnt í kennslustundum

Námið er ætlað félagsliðum.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.

Umönnun

Fagnámskeið I

Kennslutímabil: 5. október til 7. desember 2021
Kennsludagar: Þriðjudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl. 12:40–16:00

Fagnámskeið II

Kennslutímabil: 4. október til 1. desember 2021.
Kennsludagar: Mánudagar, þriðjudagar og miðvikudagar kl. 12:40–16:00.

Námskeiðin eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Þátttakendur þurfa að ljúka fyrra námskeiðinu til þess að halda áfram á því seinna. Meðal námsþátta eru aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfstyrking og samskipti, líkamsbeiting og fleira.
Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í félagsliðabrú.
Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu og er þeim að kostnaðarlausu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka.
Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is
Námskeiðin eru kennd á íslensku.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere