Select Page

Sumarhús

Upplýsingar um orlofshúsin má sjá hér til hliðar. Eins má sjá fleiri möguleika sem félagsmenn geta nýtt sér í gegnum orlofssjóðinn í flipanum Kort og afslættir undir orlofsvefnum.

Félagsmenn þurfa að eiga 24 mánaða samfellda félagasögu eftir að fjárræðisaldri (18 ára) er náð og hafa áunnið sér minnst 48 punkta til viðmiðunar. Gildir það ákvæði almennt um umsækjendur. Þeir félagsmenn sem hafa ekki farið inn á bókunarvefinn áður til að bóka orlofshús, skrá inn kennitölu og smella á sækja um lykilorð. Aðrir sem hafa fengið lykilorð nota það til að innskrá sig.

Félagsmenn geta haft samband við skrifstofu félagins í s. 510 7500 eða sent tölvupóst á orlof@efling.is vanti þeim frekari upplýsingar eða aðstoð.

Reikningsupplýsingar orlofssjóðs

Reikningsnúmer: 0117-26-000028, kt. 701298-2259

Kt.: 701298-2259

Sumarið 2021

Sumartímabilið er frá 28. maí til 27. ágúst og aðeins vikuleiga er í boði, frá föstudegi til föstudags.

Fullbókað er yfir sumartímabilið en orlofshús geta þó alltaf losnað með skömmum fyrirvara ef samningi er skilað. Félagsmenn geta fylgst með inn á bókunarvef Eflingar og/eða haft samband við skrifstofu símleiðis eða með tölvupósti og kannað með laus hús. Athugið er ekki er mögulegt að hafa biðlista.

Viðbót við orlofskosti sumarið 2021.
Vegna mikillar eftirspurnar félagsmanna eftir orlofshúsum næsta sumar náðist með skömmum fyrirvara að bæta við fimm auka orlofskostum fyrir sumartímabilið. Hægt verður að bóka þau beint inn á bókunarvefnum frá og með 12. apríl. Um er að ræða pottlaus hús/íbúðir: Eitt hús við Höfn í Hornafirði, tvær íbúðir í Stykkishólmi og tvær íbúðir á Bifröst í Borgarfirði.

Vetrartímabilið hefst 27. ágúst 2021 og frá og með mánudeginum 16. ágúst kl. 8.15 verður opið fyrir bókanir næsta haust og vetur. Þá verður hægt að bóka helgar- eða vikuleigu fram að jólum og opnað verður fyrir bókanir yfir jól og áramót þann 10. sept. kl. 8.15. Sjá nánari upplýsingar um haust og vetrarbókanir hér.

Athugið, til að bóka beint skal velja “laus orlofshús” á bókunarvef Eflingar.

 

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere