Select Page

Styrkir

 

Forvarnarstyrkur

Greitt er allt að 100% af kostnaði og er hámarks styrkur kr. 20.000.- á hverjum 12 mánuðum.

Undir forvarnarstyrk falla: Krabbameinsskoðanir bæði grunn og framhaldsskoðanir vegna legháls og brjósta, blöðruháls skoðanir og ristilskimanir. Áhættumat hjá hjartavernd annað heilsufarslegt áhættumat sem fellur ekki undir greiðsluþáttökukerfi SÍ. CPAP svefngrímur vegna kæfisvefns. Göngugreining og greining lesblindu.

Heilsuefling/heilsurækt - líkamsræktarstyrkur

Greitt er allt að kr. 23.000.- á hverjum 12 mánuðum, þó að hámarki 50% af kostnaði.

 

Líkamsrækt, íþróttir, sund, dans o.fl. Stöðin/skólinn/félagið skal vera lögaðili (kennitala og fast heimilisfang) með fasta aðstöðu og skipulagt starf og hafi á að skipa viðurkenndum íþróttakennurum eða leiðbeinendum. Hægt er að nota styrkinn vegna kaupa á reiðhjóli.

Gleraugnastyrkur - linsur

Styrkur er 50% af kostnaði að hámarki kr. 35.000.- á hverjum 24 mánuðum.

Sjúkra- eða endurhæfing

 

Greitt er allt að kr. 2.500.- pr. skipti í allt að 15 skipti á hverjum 12 mánuðum, þó ekki hærra en sem nemur 75% af kostnaði sjóðfélaga.

 

Styrkur er veittur vegna endurhæfingar og meðferðar hjá löggiltum sjúkraþjálfara, löggildum sjúkranuddara, heilsunuddara (með menntun frá Fjölbraut í Ármúla), iðjuþjálfa, talþjálfa, næringarráðgjafa, osteópata, kírópraktor eða ráðgjöf hjá Hjartaþeli.

 

Sál- eða félagsleg viðtalsmeðferð

Greitt er allt að kr. 10.000,- fyrir hvert skipti þó aldrei meira en 75% af kostnaði í allt að 15 skipti á hverjum 12 mánuðum.

Greitt er fyrir meðferð hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags- eða fjölskylduráðgjafa, fíkniráðgjafa, markþjálfa, MFM matarfíkniráðgjöf, Art therapy eða ADHD greining/meðferð fullorðinna, ráðgjöf hjá Lausninni. Styrkurinn er veittur vegna viðtalsmeðferðar hjá aðila sem ekki fellur undir afsláttarkort hjá Sjúkratryggingum Íslands og því ekki greitt fyrir viðtal hjá geðlækni.

Laser /Lasik/sjónlags augnaðgerðir

Styrkur er veittur vegna laser augnaðgerða og augasteinaskipta án þátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Upphæð styrks skal vera að hámarki kr. 50.000.- fyrir hvort auga. Styrkur er einingis veittur einu sinni fyrir hvort auga. 

Dvöl á heilsustofnun

Greitt er kr. 2.000.- á dag í allt að 42 almanaksdaga á hverjum 12 mánuðum, þó aldrei meira en 50% af kostnaði.

Heyrnartækjastyrkur

Styrkur er veittur einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Greitt er allt að 50% af kostnaði að hámarki 100.000 kr.

Glasa- eða tæknifrjóvgun/tæknisæðing

Styrkur er veittur tvisvar. Greitt er allt að kr. 100.000,- fyrir hvort skiptið en þó að hámarki 50% af kostnaði.  

Ættleiðing erlendis frá

Styrkur vegna ættleiðingar erlendis frá. Styrkupphæð nemur allt að kr. 200.000,-.

Forvarnir og endurhæfingarstyrkir

Styrkveitingar í formi endurgreiðslu vegna forvarna og endurhæfingar eru liður í aðgerðum sjúkrasjóðs til að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum er snerta öryggi og heilsufar. Upplýsingar um þá styrki sem sjóðurinn veitir má finna hér til hliðar.

Umsóknir sem berast á milli 1. og 20. hvers mánaðar greiðast út í lok sama mánaðar.
Umsóknir sem berast á milli 21. og 31. hvers mánaðar eru greiddar út í kringum 10. næsta mánaðar.

Sérstakur umsóknarfrestur er í desember og er auglýstur sérstaklega.

 

Skilyrði styrkveitingar

  • Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði. 
  • Að vera í starfi og að verið sé að greiða iðgjald til Eflingar þegar sótt er um styrk. Þó má sækja um í allt að þrjá mánuði eftir að félagsmaður hættir að greiða ef kvittun tekur til tímabils sem hann greiddi til Eflingar.
  • Þeir sem verið hafa félagsmenn í Eflingu í a.m.k. 5 ár samfellt áður en þeir hættu vegna aldurs eða örorku, eiga rétt á styrkjum í allt að 24 mánuði eftir starfslok.
  • Styrkupphæðir á heimasíðu miðast við félagsgjöld af lágmarkslaunum. Þeir sem eru í hlutastarfi og greiða lægra félagsgjald fá greitt miðað við hlutfall af þeirri upphæð.
  • Réttur til styrkja fellur niður sé umsókn ekki skilað til sjóðsins innan 12 mánaða frá því réttur stofnast

Hvernig sæki ég um?

  • Fyllir út umsókn
  • Skilar óvéfengjanlegri dagsettri greiðslukvittun.
Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere