Select Page

Borgarsel

Leigutími: Allt árið

Fjöldi húsa: 1
Fermetrar: 50
Herbergi: 3
Sængur: 6
Rúm: 6
Auka dýnur: 0
sjónvarp

sjónvarp

gas grill

Gasgrill

microwave

Örbylgjuöfn

dish washer

Uppþvottavél

baby bed

Barnarúm

Baby chair

Barnastóll

Vikuleiga: 24000
Helgarleiga: 14500
Komutími: 16:00
Brottför: 12:00
Gæludýr bönnuð

Lýsing

Húsið er ný uppgert og er u.þ.b. 50 fm. með þremur svefnherbergjum, stofu, borðstofu og eldhúsi. Gistirými er fyrir a.m.k. 6 manns, tvíbreið rúm í tveimur herbergjum og koja (2 svefnpláss) í einu herbergi. Tvíbreiðu rúmin eru 160 cm á breidd og í kojuherberginu eru tvö 80 cm svefnpláss (bæði efri og neðri koja einbreið). Sængur og koddar eru fyrir 6 manns. Allur helsti útbúnaður fylgir, þ.e. sjónvarp, útvarp, ísskápur, eldavél, uppþvottavél, örbylgjuofn og gasgrill. Einnig öll ræstiefni og áhöld.
Það er ekki heitur pottur.

Húsið stendur á  fallegum gróðursælum stað í landi Svignaskarðs í Borgarfirði með miklu útsýni vítt og breytt. Húsinu hefur verið breytt og sú breyting kemur mjög skemmtilega út. Rétt er að benda á að ekki er hitaveita í húsinu heldur rafkynding rafhitað neysluvatn svo fara verður sparlega með vatnið og alls ekki láta heita vatnið renna að óþörfu. Þó hitakútur hússins sé ríflega stór þá tæmist hann að lokum ef ekki er hugað að þessu. Svo má alltaf benda á að góðar sundlaugar eru í næsta nágrenni, bæði í Borgarnesi og á Varmalandi.

Upplýsingar

  • Lyklabox.
  • ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Tenglar

Leiga

  • Vikuverð 24.000 kr. –  Helgarleiga: 3 nætur 14.500 kr.

Annað Húsin tilheyra orlofsbyggð Svignaskarðs og er beygt út af þjóðveg 1 við Langavatn og þar niður í orlofshúsabyggðina.  Fallegt er á þessu svæði og landið kjarri vaxið. Margt fallegt er hægt að skoða allt um kring og má þá nefna Langavatn, Baula við Bifröst og  Hreðavatn en þar eru einstaklega fallegar gönguleiðir.

Um 1 klst. og 15 mín. tekur að keyra þangað frá Reykjavík en leiðin er um 107 km.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere