Select Page

Hveragerði, Breiðumörk 19

Leigutími: Allt árið

Fjöldi húsa: 1
Fermetrar:
Herbergi: 3
Sængur: 6
Rúm: 6
Auka dýnur: 0
sjónvarp

sjónvarp

gas grill

Gasgrill

microwave

Örbylgjuöfn

dish washer

Uppþvottavél

Washing machine

Þvottavél

Dryer

Þurrkari

baby bed

Barnarúm

Baby chair

Barnastóll

Vikuleiga: 24000
Helgarleiga: 14500
Komutími: 16:00
Brottför: 12:00
Gæludýr bönnuð

Lýsing

Íbúðin er á efri hæð að Breiðumörk 19, í sama húsi og skrifstofa Eflingar. Stigi er af jarðhæð og ekki er lyfta í húsinu. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, öll með tvíbreiðum rúmum, gott eldhús með borðkróki og öllum eldhúsbúnaði. Rúmgóð stofa og borðstofa í sama rými og útgengt á litlar svalir með grilli. Gott baðherbergi með stórri sturtu. Svefnstæði, sængur og koddar fyrir 6 manns og borðbúnaður fyrir 10 til 12 manns. Íbúðin er vel búin með öllum helsta búnaði, sjónvarp, útvarp, ísskápur, bakarofn, örbylgjuofn og þvottavél með þurrkara í. Íbúðin er öll nýuppgerð og allur búnaður og tæki ný. Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar.

Upplýsingar

  • Lyklabox er við útidyrahurð – lyklanúmer kemur fram á samningi.
  • GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Tenglar

Leiga

  • Vikuverð 24.000 kr. – Helgarleiga, 3 nætur 14.500 kr.

Annað

Hveragerði er í um hálftíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Bærinn er þekktur fyrir hverasvæði sem er í honum miðjum og svokallaðar „skáldagötur“ þar sem margir þekktustu rithöfundar landsins bjuggu á árum áður.

Fjölbreytt þjónusta er í bænum og nokkur veitingahús. Margt skemmtilegt er til afþreyingar, t.d. er landsþekkt  sundlaug þar og  frábær golfvöllur.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere