Skarð

11. 09, 2006

Hvammur og Skarð –

Nýir kostir fyrir félagsmenn

Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir á íbúðarhúsinu í Svignaskarði í Borgarfirði síðustu misseri og sér nú fyrir endan á þeim. Þá verða tvær stórar eignir í útleigu á vegum Eflingar en fyrir á félagið Hvamm í Skorradal þar sem fjölmargir félagsmenn hafa notið dvalar sumar og vetur undanfarin ár.

Undirbúningur stendur nú yfir að hitaveituvæðingu Hvamms og er sú vinna á tilraunar- og hönnunarstigi  þessa daga. Vonir standa til að hægt verði að ljúka því verkefni á þessu ári ef allt gengur að óskum.

Orlofsnefnd félagsins hefur lengi haft til skoðunar að gefa félagsmönnum kost á að leigja þessar eignir þegar sérstök tilefni eru í fjölskyldu viðkomandi, t.d. stórafmæli, brúðkaup eða annað sambærilegt. Töluvert er alltaf spurt um leigu á húsum vegna slíkra atburða og hefur Hvammur verið vinsæll í því sambandi.

Nú hefur verið ákveðið að þessi hús verði bæði til slíkra afnota og hafa félagsmenn kost á að sækja sérstaklega um þær og njóta þeir forgangs umfram aðra.

Fyrirkomulagið verður þannig að sækja þarf um á sérstökum eyðublöðum og er hægt að panta allt að ár fram í tímann. Lagt verður mat á hverja umsókn samkvæmt nánari reglum sem orlofsnefnd setur. Ítrekað skal að strangt verður fylgst með að um sé að ræða at­burði sem snúa að félagsmanninum, þ.e. umsækjandanum sjálfum, og hafa starfsmenn orlofssviðs ákvörðunarvald um úthlutun í hverju tilfelli í samræmi við reglurnar.

Þrátt fyrir forgang félagsmanna sem að framan er lýst verður alltaf opnað fyrir almenna útleigu í þessum húsum þegar mánuður er til leigutímans, þannig geta allir félagsmenn sótt um með mánaðar fyrirvara.

Er það von orlofsnefndar að þessir leigukostir komi félagsmönnum til góða og verði vel nýttir í þeim tilgangi sem til er stofnað með þeim.