Select Page

Uppsagnarfrestur skv. samningi Eflingar og SA

Uppsagnarfrestur skv. samningi Eflingar og SA

Þetta á eingöngu við starfsmenn sem vinna hjá einkareknum fyrirtækjum, ekki þá sem vinna hjá hinu opinbera, ríkinu eða sveitarfélögum.

Fyrstu tvær vikurnar í starfi er enginn uppsagnarfrestur.

Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama atvinnurekanda: 12 almanaksdagar.

Eftir 3 mánuði samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 1 mánuður m.v. mánaðamót.

Eftir 2 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuðir m.v. mánaðamót

Eftir 3 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.

 

Eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki öðlast starfsmaður við;

 

– 55 ára aldur – 4 mánaða uppsagnarfrestur m.v. mánaðamót.

 

– 60 ára aldur – 5 mánaða uppsagnarfrestur m.v. mánaðamót.

 

– 63 ára aldur – 6 mánaða uppsagnarfrestur m.v. mánaðamót.

 

Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

 

Uppsagnir skulu vera skriflegar.

 

Atvinnurekanda ber að greiða áunnið ógreitt orlof og er það oftast gert í lok uppsagnarfrests. Atvinnurekandi þarf einnig að greiða orlofs- og desemberuppbætur í samræmi við starfstíma og starfshlutfall á árinu.

 

Fyrirvaralaus uppsögn

Hafið samband samdægurs!

Mikilvægt er að starfsmaður sem er rekinn úr starfi eða sagt upp að hann geri þegar í stað kröfu um að fá afhent uppsagnarbréf.
Þeir starfsmenn sem er sagt upp eiga að hafa samband við félagið strax sama dag annars eru þeir sennilega að tapa launum á uppsagnarfresti.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere