Select Page

 

Veiðikortið 2021

Með veiðikortið í vasanum!

Nú er veiðikortið fyrir árið 2021 komið í hús og niðurgreitt verð til félagsmanna verður 5.000 kr. frá og með áramótum, en fullt verð á kortinu er nú 8.900 kr.

Efling er með kortið í sölu á skrifstofum félagsins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á orlof@efling.is og fá kortið sent heim til sín og fær þá viðkomandi upplýsingar um hvernig hægt er að ganga frá greiðslu. Athugið að panta þarf kort tímanlega, þar sem má gera ráð fyrir að póstsendingar taki a.m.k. tvær vikur.

Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 34 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa.

Nú gefst fólki loksins kostur á að tjalda við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvert á að fara til að kaupa veiðileyfi, eða hvort það sé fiskur í vatninu og þar fram eftir götum.

5 punktar fara af punktainneign félagsmanns við kaup á Veiðikortinu.

Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir.

Frekari upplýsingar um kortið  og fjölda vatna má fá á vefsíðunni  www.veidikortid.is

Réttindi til styrkja / endurgreiðslna úr orlofssjóð byggist á eftirfarandi réttindum:
• Félagsmenn hafi greitt sl. 6 mán. samfellt og eigi punktainneign sem er til frádráttar hverju sinni.
• Félagsmenn sem eru komnir á lífeyrir eða örorku geta keypt allt sem tilheyrir miðasölu í 2 ár eftir starfslok (sbr. aðra sjóði) og eiga tiltekinn punktafjölda

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere