Orlofshús

Reykjarhóll við Varmahlíð í Skagafirði

Norðurland – Sumar

 • Ein vika33.000 kr
 • Ein helgi kr
 • Komutími 12:00
 • Brottför 16:00

Húsnæði

1 hús 103m2 5 herbergi 9 Rúm

Aðstaða

 • Sjónvarp
 • Gasgrill
 • Örbylgjuofn
 • Barnarúm
 • Barnastóll
 • Þvottavél
 • Heitur pottur

Lýsing

Spennandi staður hefur bæst við orlofshúsin okkar í sumar.  Orlofshús í Reykjarhóli, rétt fyrir ofan Varmahlíð í Skagafirði. Umhverfið er fjölskylduvænt og margt er til afþreyingar, falleg útivistarsvæði í næsta nágrenni, m.a. skógrækt á Reykjarhólum og fjölbreyttar gönguleiðir.

Húsið er 103 fm. á einni hæð rétt fyrir ofan tjaldsvæðið í Varmahlíð. Tveir inngangar eru í húsið, annar með aðgengi fyrir hjólastóla. Fimm herbergi eru í húsinu, þrjú með tvíbreiðum rúmum, eitt með 120 cm. rúmi og eitt með tveimur 90 cm. rúmum.  Tvö baðherbergi með sturtu, annað þeirra mjög rúmgott með aðgengi fyrir hjólastól og einnig með þvottavél og þurrkara. Eldhús og borðstofa með stóru matarborði og borðbúnaði fyrir 12 manns. Gistirými er fyrir a.m.k. 9 manns, sængur og koddar eru fyrir 12 manns. Húsið er vel búið með öllum helsta búnaði: sjónvarp, útvarp, ísskápur, bakarofn, örbylgjuofn og þvottavél. Á útisvæðinu er gasgrill, garðhúsgögn og heitur pottur. Það er ekki uppþvottavél. (Ekki nettenging í húsinu). Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar.

Húsið er rétt fyrir ofan Varmahlíðarhverfið, í skipulögðu rótgrónu sumarhúsahverfi og í göngufæri við verslun og aðra þjónustu. Einnig er þar fallegt útivistarsvæði rétt hjá, sundlaug, tjaldsvæði og leiksvæði.

Til að finna nákvæma staðsetningu hússins á ja.is skal slá inn „Reykjarhólsvegur 20 a“.  Á hurðinni stendur Óskahúsið.

Sjá skilmála

Upplýsingar
Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Leiga
Vikuverð 33.000 kr.

Annað

Í Varmahlíð er barnvæn sundlaug með rennibrautum, heitum potti og gufubaði. Sparkvöllur, körfuboltavöllur og ærslabelgur er staðsettur á tjaldstæðinu. Fjölbreyttar gönguleiðir eru víða. Á góðviðrisdegi er gaman að ganga um í skógræktinni á Reykjarhólnum. Reykjafoss er staðsettur um 7 km frá Varmahlíð og fyrir þá sem kjósa lengri gönguferðir er ákjósanlegt að ganga á Mælifellshnjúkinn, Glóðafeyki, Molduxa og Tindastól.

Gott framboð þjónustu er fyrir ferðamenn í sveitunum sunnan Varmahlíðar. Þar er margir valkostir í afþreyingu, s.s. hestaferðir og hestasýningar, flúðasiglingar, gönguferðir, söfn og kirkjur. Þar eru merkir sögustaðir og alls staðar stutt í fallega náttúru.