Orlofshús

Stykkishólmur – Borgarhlíð 9

Vesturland – Allt árið

  • Ein vika38.449 kr
  • Ein helgi 21.621 kr
  • Komutími 17:00
  • Brottför 12:00

Húsnæði

1 hús 99m2 3 herbergi 7 svefnpláss

Aðstaða

  • Sjónvarp
  • Gasgrill
  • Örbylgjuofn
  • Barnarúm
  • Barnastóll
  • Uppþvottavél
  • Þvottavél
  • Þurrkari
  • Þráðlaust net
  • Heitur pottur

Lýsing

Endaraðhús á einni hæð miðsvæðis í bænum. Húsið er 99 fm. með þremur svefnherbergjum, tvö einbreið rúm eru í hverju herbergi og auk þess er svefnsófi í stofu. Gistirými og sængur og koddar fyrir 7 manns.

Stofa, borðstofa og eldhús í sameiginlegu rými. Gott baðherbergi með sturtu og sér þvottahús. Allur helsti útbúnaður fylgir: sjónvarp, ísskápur, bakarofn, örbylgjuofn, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari. Sólpallur er við húsið með útihúsgögnum, gasgrilli og heitum potti. Auk þess er nettenging í húsinu. Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar.

Heitur pottur fylgir húsunum.

Sjá skilmála

Upplýsingar
Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Tenglar
heimasíða http://www.stykkisholmur.is/

Leiga
Vikuverð 38.449kr. – Helgarleiga, 3 nætur 21.621 kr.

Annað

Stykkishólmur er fallegur bær þar sem stutt er í fjölbreytta afþreyingu og náttúrufegurð.

Húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð, þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina og mjög skemmtilegt er að ganga þar um. Áhugavert er að skoða Vatnasafnið og Norska húsið sem eru í bænum. Einnig er vinsælt er að sigla frá höfninni um Breiðafjörð jafnvel alla leið yfir á Barðaströnd með viðkomu í Flatey. Svo er tilvalið að ferðast um Snæfellsnesið með allri sinni náttúrudýrð.

Skoða á Google maps: