Náms- og starfsráðgjöf

– er það eitthvað fyrir þig?

Þú getur

  • fengið upplýsingar um nám, starfsþróun og raunfærnimat
  • fengið leiðsögn við gerð ferilskrár (CV)
  • fengið aðstoð við að skipuleggja starfsleit
  • fengið leiðsögn um góð vinnubrögð í námi
  • rætt um möguleika til að styrkja stöðu þína á vinnumarkaði

Félagsmenn Eflingar stéttarfélags geta bókað viðtal hjá náms- og starfsráðgjöfum Mímis sér að kostnaðarlausu. Mímir er að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, síminn er 580 1800. www.mimir.is

Upplýsingar um möguleika á styrkjum úr fræðslusjóðum Eflingar vegna náms má finna hér. (ath hlekkur á styrkir til fræðslu fyrir einstaklinga)

Ekki hika við að bóka tíma, það verður tekið vel á móti þér.