Icelandair ferðaafsláttur

Félagsmönnum Eflingar stendur til boða að kaupa afsláttarmiðar hjá Icelandair sem gildir sem inneign að upphæð 30.000 kr. við pöntun á þjónustu hjá þeim. Miðinn kostar  kr. 20.000.- til félagsmanna þannig að sparnaður er töluverður fyrir þá sem geta nýtt sér þessa miða. Gjafabréfin eru seld í gegnum Mínar Síður.

Gildistími miðanna er fimm ár frá útgáfudegi þeirra og er ekki hægt að skila þeim eftir að gengið hefur verið frá kaupum.

Eftir sameiningu Air Iceland Connect og Icelandair undir merkjum Icelandair gilda nú gjafabréfin bæði innanlands og utanlands, sjá nánari skilmála hér.

Þegar áætlunarflug er keypt hjá Icelandair slær félagsmaður inn kóða gjafabréfs við pöntun á vefnum og lækkar heildarverðið þá um 30.000.- kr.

10 punktar fara af punktainneign félagsmanns við kaup á afsláttarmiðanum frá Icelandair.

Hver félagsmaður getur einungis keypt einn miða á almanaksári.

Réttindi til styrkja / endurgreiðslna úr orlofssjóð byggist á eftirfarandi réttindum:

  • Félagsmenn hafi greitt sl. 6 mán. samfellt og eigi punktainneign sem er til frádráttar hverju sinni.
  • Félagsmenn sem eru komnir á lífeyrir eða örorku geta keypt allt sem tilheyrir miðasölu í 2 ár eftir starfslok (sbr. aðra sjóði) eða eiga tiltekinn punktafjölda.