Launakjör og réttindi
Ræstitæknir dagvinna
Lágmarkslaun Launaflokkur 222
Grunnlaun | 1 ar | 3 ar | 5 ar | 7 ar | 9 ar | 12 ar | |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Manadarlaun | 431.837 kr | 438.314 kr | 444.792 kr | 451.269 kr | 457.747 kr | 464.224 kr | 470.702 kr |
Serstok leidretting | 19.500 kr | 19.500 kr | 19.500 kr | 19.500 kr | 19.500 kr | 19.500 kr | 19.500 kr |
Dagvinna | 2.655,80 kr | 2.695,63 kr | 2.735,47 kr | 2.775,30 kr | 2.815,14 kr | 2.854,98 kr | 2.894,82 kr |
Yfirvinna 1 | 4.052,79 kr | 4.113,58 kr | 4.174,37 kr | 4.235,16 kr | 4.295,96 kr | 4.356,74 kr | 4.417,54 kr |
Yfirvinna 2 | 4.484,62 kr | 4.551,89 kr | 4.619,16 kr | 4.686,43 kr | 4.753,70 kr | 4.820,97 kr | 4.888,24 kr |
Storhatidarkaup | 5.937,75 kr | 6.026,82 kr | 6.115,89 kr | 6.204,95 kr | 6.294,02 kr | 6.383,08 kr | 6.472,15 kr |
33,33% alag | 909,65 kr | 923,29 kr | 936,94 kr | 950,58 kr | 964,22 kr | 977,87 kr | 991,51 kr |
55% alag | 1.501,07 kr | 1.523,58 kr | 1.546,10 kr | 1.568,61 kr | 1.591,13 kr | 1.613,65 kr | 1.636,16 kr |
65% alag | 1.773,99 kr | 1.800,59 kr | 1.827,21 kr | 1.853,81 kr | 1.880,42 kr | 1.907,04 kr | 1.933,65 kr |
75% alag | 2.046,91 kr | 2.077,61 kr | 2.108,32 kr | 2.139,02 kr | 2.169,72 kr | 2.200,43 kr | 2.231,13 kr |
90% alag | 2.456,29 kr | 2.493,13 kr | 2.529,98 kr | 2.566,82 kr | 2.603,66 kr | 2.640,51 kr | 2.677,36 kr |
120% alag | 3.275,05 kr | 3.324,17 kr | 3.373,31 kr | 3.422,42 kr | 3.471,55 kr | 3.520,68 kr | 3.569,81 kr |
Önnur kjör og réttindi
Veikindaréttur
0–3 mánuðir í starfi = 14 dagar Næstu 3 mánuði í starfi = 35 dagar Eftir …
- 0–3 mánuðir í starfi = 14 dagar
- Næstu 3 mánuði í starfi = 35 dagar
- Eftir 6 mánuði í starfi = 119 dagar
- Eftir 1 ár í starfi = 133 dagar
- Eftir 7 ár í starfi = 175 dagar
- Eftir 12 ár í starfi = 273 dagar
- Eftir 18 ár í starfi = 360 dagar
- Laun greiðast ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa nema ef um slysalaun eru að ræða.
- Við slysalaun bætast 13 vikur á daglaunum eða 91 dagur nema við 273 og 360 daga.
Orlofsréttur hjá Rvk.
Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. Lágmarksorlof er 30 dagar eða 240 klst. (miðað …
- Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl.
- Lágmarksorlof er 30 dagar eða 240 klst. (miðað við 40 stunda vinnuviku og hlutfallslega sé búið að stytta vinnuvikuna).
- Allir eiga rétt á lágmarksorlofi, en launalausu hafi þeir ekki áunnið sér réttinn. Orlofsfé er 13,04%.
- Veikindi og fæðingarorlof allt að 6 mánuðum telst til ávinnslutíma.
- Tímabil sumarorlofs er 15. maí til 30. september og á starfsmaður rétt á a.m.k. 160 stunda orlofi á sumarorlofstíma.
Veikindi í orlofi
- Veikist starfsmaður í orlofi, telst sá tími sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfsmaður með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofs.
- Tilkynna skal yfirmanni strax með símtali eða símskeyti ef um veikindi eða slys í orlofi er að ræða.
Uppsagnarfrestur
Uppsögn miðast við mánaðamót. Reynslutími er almennt 3 mán. –Uppsagnarfestur á reynslutíma er einn mánuður. Að …
- Uppsögn miðast við mánaðamót.
- Reynslutími er almennt 3 mán. –Uppsagnarfestur á reynslutíma er einn mánuður.
- Að loknum reynslutíma er uppsagnarfrestur þrír mánuðir
- Uppsagnarfrestur eftir 10 ára samfellt starf er : –Við 55 ára lífaldur 4 mánuðir –Við 60 ára lífaldur 5 mánuðir –Við 63 ára lífaldur 6 mánuðir
- Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með 3ja mánaða fyrirvara.
Áminning
- Yfirmanni er skylt að veita starfsmanni áminningu áður en til uppsagnar kemur.
- Ástæður geta verið óstundvísi, vanræksla, óhlýðni við boð eða bann yfirmanns, vankunnátta eða óvandvirkni í starfi, ölvun, athafnir sem þykja ósæmilegar, óhæfilegar og ósamrýmanlegar starfinu.
- Áminningu þarf ekki ef uppsögn er vegna samdráttar, skipulagsbreytinga eða hagræðingar á stofnun.
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1. júní ár hvert.
Þeir sem hafa starfað 13 vikur samfellt á orlofsárinu eða eru í starfi til 30. apríl eiga rétt á uppbót.
Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí – 30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina.
Orlofsuppbót á að gera upp við starfslok.
Uppbótin er:
Á árinu 2019 – 50.000 kr.
Á árinu 2020 – 51.000 kr.
Á árinu 2021 – 52.000 kr.
Á árinu 2022 – 53.000 kr.
Á árinu 2023 – 56.000 kr.
Desemberuppbót
Þeir sem eru við störf fyrstu viku nóvember eða hafa starfað í 13 vikur samfellt á árinu skulu fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert. Full uppbót miðast við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október.
Desemberuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á uppbótina.
Desemberuppbót er greidd m.v. starfshlutfall og starfstíma.
Desemberuppbót á að gera upp við starfslok.
Uppbótin er:
Á árinu 2019 100.100 kr.
Á árinu 2020 103.100 kr.
Á árinu 2021 106.100 kr.
Á árinu 2022 109.100 kr.
Á árinu 2023 115.000 kr.