Stóra skattatilfærslan

Stéttafélagið Efling vekur athygli á erindi Stefáns Ólafssonar á þingi ASÍ 2018. Allir sem láta sig íslenskt samfélag varða og vilja taka þátt í umræðunni þurfa að þekkja til rannókna Stefáns á þróun skattbyrði og launamunar undanfarin ár og áratugi. Niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld hafa aukið skattbyrði á láglaunafólk á sama tíma og þau hafa lækkað skatta á tekjuhæstu hópa samfélagsins. Einnig hafa tekjur ríkustu einstaklinga landsins margfaldast miðað við tekjur launalægsta fólksins á undanförnum árum. Sláandi niðurstöður sem allir þurfa að þekkja til.