Jafnréttisáætlun Eflingar

Jafnlaunavottun

Efling hlaut þann 10. mars 2023 jafnlaunavottun frá BSI á Íslandi á Jafnlaunastaðalinn ÍST 85 sem var staðfest af Jafnréttisstofu þann 15. mars 2023. Jafnlaunavottunin staðfestir að komið hafi verið upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun. Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunavottunin er í gildi frá 2023-2026.

Jafnréttisáætlun Eflingar 2022 – 2025

Markmið jafnréttisáætlunar Eflingar stéttarfélags er að tryggja jafnrétti kynjanna og að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta starfskrafta sína óháð kyni. Mikilvægt er að stjórnendur og starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi jafnréttis í daglegum störfum, í stefnumótun og í allri ákvarðanatöku. Starfsfólk Eflingar ber sameiginlega ábyrgð á að gæta að jafnrétti.

Jafnréttisáætlunin byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Jafnréttisáætlun Eflingar stéttarfélags gildir fyrir allt starfsfólk og miðar að því að Efling sé
eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði ríki. Jafnréttisáætlun er kynnt
almenningi á heimasíðu Eflingar.

Launajafnrétti

Starfsfólk Eflingar nýtur sömu kjara fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf, sbr. 6. gr jafnréttislaga.
Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum fela ekki í sér kynjamismunun.

Markmið jafnlaunakerfisAðgerðÁbyrgðTímarammi
Að enginn óútskýrður launamunur sé til staðarFramfylgja
markmiðum
jafnlaunastefnu og
viðhalda
jafnlaunavottun skv.
jafnlaunastaðli
ÍST85:2012.
Framkvæmdarstjóri og
rekstrarstjóri.
Árlega fyrir aðalfund
Gera tölfræðilega
úttekt og greiningu á
kynbundnum mun á
launum og öðrum
kjörum starfsfólks.
Kynna niðurstöður
fyrir starfsfólki.
Framkvæmdarstjóri og
rekstrarstjóri.
Árlega fyrir aðalfund
Leiði úttekt í ljós
kynbundinn mun á
launum eða öðrum
kjörum kynnir
yfirstjórn aðgerðir til
útbóta.
Framkvæmdarstjóri og
rekstrarstjóri.
Innan 3 mánaða ef
munur er meiri en 3%,
annars innan árs.

Ráðningar, þjálfun og fræðsla

Laus störf hjá Eflingu skulu standa jafnt körlum, konum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í
þjóðskrá, sbr. 1.mgr. 12.gr. jafnréttislaga.

Stjórnendur vinna markvisst að því að hlutfall kynja sé sem jafnast innan starfshópa og starfseininga.

Jafnréttissjónarmið eru metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við ráðningar og
stöðuveitingar. Tryggja skal að allir standi jafnfætis er varðar framgang í starfi, þjálfun, fræðslu og
verkefnaúthlutun.

Markmið
jafnlaunakerfis
AðgerðÁbyrgðTímarammi
Kynjablandaður
vinnustaður.
Öll störf eru ókyngreind
í auglýsingum og öll kyn
hvött til að sækja um.
Ef tveir jafnhæfir
umsækjendur sækja
um stöðu skal að
jafnaði sá ganga fyrir
sem er af því kyni sem
er í minnihluta í því
starfi.
Rekstrarstjóri og
framkvæmdarstjóri.
Þegar störf eru laus,
við gerð auglýsinga og
þegar ráðning fer
fram.
Að stuðla að fjölbreytileika á vinnustað.Að ráða inn starfsfólk
með þekkingu á
erlendum tungumálum
og
menningarsamfélögum.
Rekstrarstjóri og
framkvæmdarstjóri.
Þegar störf eru laus og
þegar ráðning fer
fram.
Jöfn tækifæri til þjálfunar og fræðslu.Halda kyngreint yfirlit
yfir þátttöku starfsfólks
í námskeiðum,
ráðstefnum og annarri
endurmenntun.
Niðurstöður eru
kynntar öllu starfsfólki.
Yfirstjórn og stjórnendur.Árlega fyrir aðalfund.

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Starfsfólki er gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, óháð kyni, sbr.
13.gr. jafnréttislaga, svo sem með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri
vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið og þörf er á. Starfsfólk skal njóta sveigjanleika til að
sinna fjölskyldu sinni.

Öllum skal gert auðvelt fyrir að koma til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða úr leyfi frá vinnu
vegna óviðráðanlegra brýnna fjölskylduaðstæðna. Að auki skulu slíkar aðstæður ekki hafa neikvæð
áhrif á ákvarðanir um framgang viðkomandi í starfi.

Markmið
jafnlaunakerfis
AðgerðÁbyrgðTímarammi
Samræming
fjölskyldu- og
atvinnulífs.
Kynna fyrir starfsfólki
skipulag vinnutímans
og þann skipulagða
sveigjanleika sem er í
boði.
Sviðsstjórar.Kynnt við ráðningu
starfsfólks. Starfsfólk
og sviðsstjórar hafa
aðgang að Tímon –
tímastjórnunarkerfi.
Farið er yfir
tímaskráningar í lok
hvers mánaðar og þær
staðfestar.
Foreldravænt
starfsumhverfi
Allir eru hvattir til að
nýta sér þann rétt sem
þau eiga til fæðingarog foreldraorlofs og
leyfi vegna veikinda
barna.
Sviðsstjórar og rekstrarstjóri.Samtal tekið þegar
tilvik koma upp.
Halda yfirvinnu
starfsfólks innan
hóflegra marka og
uppræta kynbundinn
mun þar á.
Halda kyngreint yfirlit
um fjölda
yfirvinnustunda og
niðurstöður kynntar
öllu starfsfólki.
Að bregðast við með
endurskipulagningu
verkefna eða annarri
vinnuhagræðingu ef
þörf er á.
Framkvæmdarstjóri og
rekstrarstjóri.
Fyrir aðalfund árlega.

Einelti, kynbundin áreiti, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi

Sviðsstjórum og stjórnendum ber skylda að skapa vinnuskilyrði sem líða ekki einelti, kynbundið
ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þeim ber skylda að taka á málum og
fylgja stefnu og verklagi Eflingar. Ábendingar og kvartanir þess efnis ber að taka alvarlega og skoða til
hlítar.

Allt starfsfólk á rétt á að það sé komið fram við það af virðingu. Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin
eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin. Telji starfsmaður sig verða fyrir framangreindu skal hann
samstundis snúa sér til síns næsta yfirmanns, rekstrarstjóra eða framkvæmdarstjóra og ber þeim
skylda til að vinna eftir útgefnu verklagi. Sama gildir ef starfsmaður hefur vitneskju um grun um slíkt
athæfi gagnvart samstarfsfólki sínu.

Aðgerðaráætlun EKKO á að tryggja heilbrigt og öruggt starfsumhverfi með samskiptasáttmála
starfsfólks að leiðarljósi. Áætlunin nær yfir samskipti starfsfólks Eflingar stéttarfélags og annarra sem
það á í samskiptum við í tengslum við starf sitt. Skipulagðir viðburðir eða samfundir utan
vinnustaðarins falla einnig hér undir.

Það er á ábyrgð stjórnenda og starfsfólks að fyrirbyggja og bregðast við slíkri hegðun og
aðgerðaráætlun er sett í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015 og jafnréttisáætlun Eflingar
stéttarfélags.

Forvarnir eru á höndum stjórnenda og starfsfólks og ber þeim að skapa jákvæða menningu á
vinnustaðnum, þar sem fólki líður vel og gagnkvæm virðing ríkir og hvatt er til opinna samskipta og
uppbyggilegrar gagnrýni. Brugðist skal eins fljótt við og auðið er við vandamálum, árekstrum og
samskiptaörðugleikum á vinnustaðnum. Stjórnendum er boðin þjálfun í því að leysa
samskiptavandamál.

Starfsfólki skal gert ljóst að einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi sé óheimilt og að
öllum beri skylda að vinna gegn slíkri háttsemi. Öllu starfsfólki skal kynnt áætlun um aðgerðir gegn
EKKO. Áætlunin skal reglulega rifjuð upp á starfsmannafundum.

Framkvæmdastjóri tryggir að reglulega fari fram áhættumat á vinnustaðnum um aðgerðir gegn EKKO
skv. 4.gr. reglugerðar nr. 1009/2015. Einnig að gerð sé áætlun um heilsuvernd og forvarnir í
samræmi við niðurstöður matsins, einnig að endurmat fari fram að loknum úrbótum.

Skilgreiningar
EineltiEinelti er síendurtekin hegðun sem almennt er
til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem
fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr,
móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að
valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða
ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki
hér undir.
Einelti á vinnustaðTíðar og neikvæðar athafnir sem beitt er af
einum einstaklingi eða fleiri gegn
samstarfsmanni sem á erfitt með að verja sig.
Þessar athafnir valda þeim einstaklingi sem fyrir
eineltinu verður, mikilli vanlíðan og þær grafa
undan sjálfstrausti hans.
Kynbundið ofbeldiOfbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti
leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns
skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður,
einnig hótun um slíkt, þvingun eða
handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í
einkalífi og á opinberum vettvangi.
Kynbundin áreitniHegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni
verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að
misbjóða virðingu viðkomandi og skapa
aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar,
niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir
viðkomandi.
Kynferðisleg áreitniHvers kyns kynferðisleg hegðun sem hefur þann
tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu þess
sem fyrir henni verður, einkum þegar hegðunin
leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi,
auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna.
Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn
og/eða líkamleg.
OfbeldiHvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt
til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga
þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um
slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu
frelsis.
ÞolandiSá sem telur sig verða fyrir einelti,
kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni,
ofbeldi eða ótilhlýðilegri háttsemi.
GerandiSá sem kvörtun um einelti, kynferðislega
áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi eða
ótilhlýðilega háttsemi beinist að.

Eftirfylgni og endurskoðun

Jafnréttisáætlun er gerð til þriggja ára í senn. Ári áður en jafnréttisáætlun fellur úr gildi skal hefja
endurskoðun með það að markmiði að ný áætlun sé tilbúin þegar fyrri áætlun fellur úr gildi. Næstu
endurskoðun skal því hefja árið 2024.