Umsókn

Sjúkradagpeningar

Heilsu- og forvarnarstyrkir

Sækja um

Smelltu á hnappinn til að sækja um á Mínum síðum

Lýsing

Greitt er 80% til 100% af meðallaunum síðastliðna 6 mánuði áður en sjóðfélagi varð launalaus vegna veikinda eða slyss, þó að ákveðnum hámarki. Greiðslutími er mismunandi eftir launagreiðendum en getur verið þrír til sex mánuðir.

Umsókn þarf að fylgja:

  • Ljósrit af sjúkradagpeningavottorði frá lækni, upprunnið í tölvukerfum heilsugæslunnar og spítalanna. Sjá nánar reglur um læknisvottorð. Frumrit fylgir umsókn um dagpeninga til Sjúkratrygginga Íslands.
  • Starfsvottorð frá atvinnurekanda þar sem fram kemur starfstími hans og starfshlutfall næstliðinna 6 mánaða og hvaða dag viðkomandi varð launalaus vegna veikinda/slyss og hve margir veikindadagar voru nýttir.
  • Ljósrit af síðasta launaseðli

Umsækjandi heimilar sjúkrasjóði að bera umsókn og læknisfræðileg gögn undir trúnaðarlækni sjóðsins. Í einhverjum tilvikum getur umsækjandi átt von á því að krafist verði ítarlegri gagna eða að umsækjandi sé kallaður í læknisfræðilegt mat hjá trúnaðarlækni. Sjúkrasjóður getur hafnað umsókn um sjúkradagpeninga á grundvelli mats trúnaðarlæknis.

Skilyrði

Félagsmaður getur átt rétt á dagpeningum úr sjúkrasjóði ef greitt var af honum til Sjúkrasjóðsins í a.m.k. þrjá síðustu mánuði áður en hann varð launalaus vegna veikinda eða slyss. Fullur réttur stofnast eftir 6 mánaða iðgjaldagreiðslur. Réttur til dagpeninga myndast eftir að samningsbundnum rétti til veikindalauna frá atvinnurekanda er lokið. Réttindi flytjast á milli félaga innan ASÍ. Nánari upplýsingar um sjúkradagpeninga má finna hér.