07. okt Kl — 19:00

Okkar á milli – Eflingarkonur af erlendum uppruna miðla af reynslu sinni

— Fræðslusetur Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð — 7. okt 2021

Fjórar erlendar Eflingarkonur frá jafn mörgum löndum rekja sögu sína og svara því hvað hafi knúið þær til áhrifa á vinnustað þeirra.

Í óformlegu spjalli römmuðu inn af Agnieszku Ewu Ziólkowsku, varaformanni Eflingar, rekja konurnar hvaða hindrunum þær hafa mætt á vegferð sinni og hver hafi verið ávinningurinn af framlagi þeirra. Eftir framsögurnar verður opnað fyrir spurningar og umræður.