Á fyrsta fræðslukvöldi vetrarins rekja fjórar Eflingarkonur af erlendum uppruna sögu sína og segja frá tilveru sinni á Íslandi í óformlegu spjalli römmuðu inn af Fríðu Rós Valdimarsdóttur, fagstjóra starfsmenntamála hjá Eflingu. Að því loknu verður opnað fyrir spurningar og umræður með þátttöku áheyrenda.
Þátttakendur:
– Agnieszka Ewa Ziólkowska frá Póllandi, varaformaður Eflingar
– Ratana Phaoklum (Jana) frá Tælandi, starfsmaður heimaþjónustu og sjúkraliðanemi
– Innocentia Fiati Friðgeirsson frá Ghana, starfsmaður í eldhúsi Landspítalans, stjórnarkona í Eflingu og Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá.
– Selma Nótt Özgen frá Tyrklandi, starfsmaður heimaþjónustu
Við hvetjum ykkur eindregið til að mæta og eiga með okkur notalega kvöldstund í félagsheimili Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Boðið verður upp á léttar veitingar.