Kennslutímabil: 15. maí til 1. júní 2023
Kennsludagar: Alla virka daga kl. 8:30–15.30
Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, eiga að baki stutta skólagöngu og vinna á leikskólum. Á fagnámskeiðunum er bæði lögð áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. sjálfstyrkingu og samskipti, námstækni, færnimöppu og tölvur og svo námsþætti eins og uppeldi leikskólabarna, þroska og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum, námskrá leikskóla, fjölmenningarlegan leikskóla og fleira.
Fagnámskeiðin eru undanfari náms í leikskólaliðabrú.
Námskeiðið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa í leikskóla og er þeim að kostnaðarlausu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.
Námskeiðin eru kennd á íslensku.
Skráning er á vefnum, sjá eyðublað hér að neðan. Ef þið þurfið aðstoð við skráninguna getið þið haft samband við Eflingu-stéttarfélag í síma 510 7500 eða sent tölvupóst á netfangið felagsmal@efling.is.