30. jan Kl — 12:40

Umönnun – fagnámskeið II

— Atburður liðinn — 30. jan 2023

Kennslutímabil: 30. janúar til 19. apríl 2023
Kennsludagar: Mánudagar, þriðjudagar og miðvikudagar kl. 12:40–16:00.

Námskeiðin eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Þátttakendur þurfa að ljúka fyrra námskeiðinu til þess að halda áfram á því seinna. Meðal námsþátta eru aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfstyrking og samskipti, líkamsbeiting og fleira. Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í félagsliðabrú. Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.

Námskeiðið er ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa við umönnun og er þeim að kostnaðarlausu.

Skráning er á vefnum, sjá eyðublað hér að neðan. Ef þið þurfið aðstoð við skráninguna getið þið haft samband við Eflingu-stéttarfélag í síma 510 7500 eða sent tölvupóst á netfangið felagsmal@efling.is.

Skráningareyðublað

Skráning í Umönnun fagnámskeið 2 (janúar)
Staðfesta netfang / Confirm Email / Powtórz email