Við erum öll mikilvæg

stöndum saman

Finna
Nýjustu fréttir
 
22. apríl 2014

adalfundur2008

Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags 2014

Aðalfundur Eflingar - stéttarfélags 2014 verður haldinn á Grand Hótel þriðjudaginn 29. apríl 2014. Fundurinn hefst kl. 20.00

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Breyting á reglugerð Sjúkrasjóðs
3. Önnur mál


Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni að Sætúni 1 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 22.apríl nk.

Félagar mætið vel og stundvíslega.


Stjórn Eflingar-stéttarfélags16. apríl 2014

rikid

Flóafélögin Efling, Hlíf og VSFK samþykktu

Samkomulag um breytingar og framlengingu á samningum við ríkið

Atkvæði voru í dag talin í atkvæðagreiðslu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem  undirritað var þann 1. apríl sl.  Samkomulagið var  samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða um 88,5% atkvæða.  Þetta þýðir að kjarasamningur er kominn á milli aðila og er afturvirkur frá 1. mars sl. og gildir til 30. apríl 2015.08. apríl 2014

atkvaedagreidsla_um_rikissamning

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við ríkið

Þessa dagana standa yfir kjörfundir og kynningarfundir um nýjan kjarasamning Eflingar, Hlífar og VSFK við ríkið. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá ríkinu eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og kynna sér vel efni samninganna sem finna má á heimasíðunni en einnig hefur efnið verið sent til starfsmanna ríkisins sem eru í Eflingu.08. apríl 2014

money

Starfsmenntasjóðir Eflingar

Breyttur umsóknarfrestur í apríl 2014

Vegna fárra vinnudaga eftir miðjan apríl þarf að skila umsóknum um styrki í síðasta lagi 16. apríl til að ná útborgun um næstu mánaðarmót.07. apríl 2014

mynd_heimasida_umsokn_utfyllt3

Sjúkrasjóður Eflingar

Breyttur umsóknarfrestur í apríl 2014

Vegna fárra vinnudaga eftir miðjan apríl þarf að skila umsóknum um styrki í síðasta lagi 16. apríl og umsóknum um sjúkradagpeninga í síðasta lagi 22. apríl til að ná útborgun um næstu mánaðarmót.25. mars 2014

nyir_samningar

Hvað breyttist með nýjum kjarasamningum?

Almenni markaðurinn

Laun hækka frá og með 1. febrúar og sérstök eingreiðsla kemur fyrir janúar kr. 14.600 miðað við fullt starf. Þeir sem taka mið af launatöflu hækka um 4,2 % - 5 % í launum, sjá nýja launatöflu hér, en aðrir sem ekki taka  mið af launatöflu eiga að hækka um 2,8 % þó að lágmarki um 8.000 kr. Aðrir kjaratengdir liðir eiga að hækka um 2,8 %.  Orlofsuppbót 2014 hækkar í 39.500 kr. og desemberuppbót 2014 hækkar í 73.600 kr.20. mars 2014

brekkuskogur_m_ramma

Sumarleiga

Fyrstu úthlutun lokið

Nú hefur fyrsta úthlutun vegna orlofshúsa í sumar farið fram. Bréf hafa verið send út til félagsmanna um hvort þeir fengu úthlutað eða ekki en greiðslufrestur er til 4. apríl. Önnur úthlutun verður 8. apríl næstkomandi og greiðslufrestur er til 23. apríl.   „ Fyrstur kemur fyrstur fær“  verður miðvikudaginn 30. apríl.

Bent er á að þeir sem hafa fengið úthlutað geta gengið frá greiðslu inn á bókunarvefnum (hægt að smella hér), millifært eða komið á skrifstofu Eflingar.19. mars 2014

talning_atkvaeda_rvk_a

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

Atkvæði voru í dag talin í atkvæðagreiðslu Eflingar um kjarasamning við Reykjavíkurborg sem undirritaður var 7. mars sl. Um er að ræða aðfarasamning sem er hliðstæður þeim sem gerður var á almenna markaðnum og gildir hann frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015.19. mars 2014

kauptrygging_og_kauplidir_haekka

Hækkun á kauptryggingu og kaupliðum hjá sjómönnum frá 1. mars 2014

Fulltrúar LÍÚ féllust á, eins og undanfarin ár, að hækka kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um þá hlutfallshækkun sem um samdist á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir að ekki hafi verið undirritaður nýr kjarasamningar milli SSÍ og LÍÚ.  

Kauptrygging sjómanna og aðrir kaupliðir hækka því um 2,8% frá og með 1. mars 2014 þrátt fyrir að samningar séu enn lausir.

Hægt er að nálgast nýja kaupskrá hér  18. mars 2014

laegstu

Eru Pólverjar á lægstu laununum?

Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar-stéttarfélags, hefur rýnt í launakjör Pólverja hér á landi

Allt frá því að erlendu vinnuafli frá evrópska efnahagssvæðinu fjölgaði verulega á Íslandi frá árinu 2005 hefur Efling fylgst grannt með þróun mála hjá félaginu. Árið 2008 var hlutfall erlends vinnuafls hæst þegar það fór í um 40% og voru þá yfir 8.500 félagsmenn Eflingar af erlendum uppruna. Þar af voru Pólverjar fjölmennastir eða um 4.300 manns.  Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 fækkaði erlendu vinnuafli hjá félaginu en þó minna en búist hafði verið við.  Erlendir félagsmenn eru nú um 7.000 eða 35% af heildarfjölda félagsmanna og þar af eru Pólverjar ríflega 3.000 manns.  Það hefur hins vegar valdið áhyggjum hversu hátt hlutfall atvinnuleitenda eru af pólskum uppruna. En af ríflega 1.300 atvinnuleitendum hjá Eflingu eru tæplega þriðjungur Pólverjar. Hjá Eflingu eru félagsmenn starfandi í öllum helstu atvinnugreinum landsins og er því fróðlegt að skoða hvort hlutfall erlends vinnuafls og þá sérstaklega Pólverja sé mismunandi eftir atvinnugreinum og hvort að launamunur sé milli hópa.11. mars 2014

atkvaedagreidsla

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Reykjavíkurborgar

Þessa dagana standa yfir kjörfundir og kynningarfundir um nýjan kjarasamning Eflingar og Reykjavíkurborgar. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og kynna sér vel efni samninganna sem finna má á heimasíðunni en einnig hefur efnið verið sent til starfsmanna borgarinnar sem eru í Eflingu.11. mars 2014

rvk_nyr_samningur2

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg

Nýr aðfarasamningur undirritaður

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg nú seinni partinn í dag 7. mars sem gildir frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015. Hér er um að ræða aðfarasamning – hliðstæðum þeim sem gerður var á almenna markaðnum - sem felur í sér að auk þeirra launabreytinga sem samið var nú um til eins árs verður unnið að gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og kaupmáttaraukningu til framtíðar.10. mars 2014

kaffibod_eldri_felagsmanna

Eflingarkaffi eldri félagsmanna

Gleðin ríkti í Gullhömrum

Gleðin ríkti í Gullhömrum sunnudaginn 9. mars s.l. þegar rúmlega 600 eldri Eflingarfélagar og gestir þeirra mættu í hið árlega kaffisamsæti Eflingar. Eins og jafnan áður voru fagnaðarfundir með gömlum vinum og vinnufélögum. Boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð og var þjónusta hússins til fyrirmyndar.

Sigríður Klingenberg fór með gamanmál og Bjarni Arason söng nokkur lög. Hljómsveit Ara Jónssonar spilaði fyrir dansi og skelltu fjölmargir sér á dansgólfið.10. mars 2014

thorkatla_namskeid

Samskipti – uppá gott og vont! miðvikudaginn 12. mars – laus sæti

Fjallað er um hópa – krafta sem fara af stað í hópum, siði og venjur í hópum, jákvæð og neikvæð samskipti, viðhorf og tilfinningar sem móta samskipti. Unnin verkefni í tengslum við samskipti.

Námskeiðið verður miðvikud. 12. mars.
kl. 17:30-20:30.
Skráning í síma 510 7500.
Staðsetning: Efling stéttarfélag,
Sætún 1, 4. hæð, 105 Reykjavík.
Leiðbeinandi er: Þórkatla Aðalsteinsdóttir hjá Líf og sál sálfræðistofu ehf.07. mars 2014

samningur_samthykktur

Sáttatillaga ríkissáttasemjara samþykkt

Atkvæði voru í dag talin í atkvæðagreiðslu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK um sáttatillögu ríkissáttasemjara um kjarasamning þessara aðila við SA á almennum markaði sem undirrituð var þann 20. febrúar sl. Sáttatillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða um 80.5% atkvæða. Þetta þýðir að kjarasamningur er kominn á milli aðila og er afturvirkur frá 1. febrúar sl.

Vissir þú?


karl_o_karlsson
Karl Ó. Karlsson

 
Anna Lilja Sigurðardóttir 

Lögmenn Eflingar-stéttarfélags eru til viðtals á skrifstofu félagsins á þriðjudögum milli kl. 13.00 og 16.00. Það eru lögmennirnir Karl Ó. Karlsson og Anna Lilja Sigurðardóttir  frá lögmannsstofunni  LAG lögmenn  sem eru til aðstoðar. Ekki þarf að panta tíma fyrirfram. Það nægir að mæta á skrifstofuna á þessum tíma.
Á döfinni

Efling - stéttarfélag   |   Sætún 1   |   sími: 510 7500  |  fax: 510 7501  |   efling@efling.is