Við erum öll mikilvæg

stöndum saman

Finna
Nýjustu fréttir
 
29. ágúst 2014

akureyri

Vetrarbókanir í fullum gangi

Vetrarbókanir eru í fullum gangi og Jóla- og áramótavikurnar byrjum við að bóka 1. september næstkomandi.
Þeir félagsmenn sem eiga 48 punkta og yfir ganga fyrir með bókanir til 1. desember. En eftir það geta allir félagsmenn bókað laus hús á þessum tíma.



28. júlí 2014

Samþykktur með meirihluta atkvæða

Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitafélaga

Talningu í atkvæðagreiðslu Eflingar, Hlífar og VSFK um kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga er lokið og var hann samþykktur með meirihluta atkvæða eða 78%. Um er að ræða samning sem gildir frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:
Já sögðu 124 eða 78,0 %
Nei sögðu 35 eða 22,0 %
Auðir seðlar og ógildir voru 0

Á kjörskrá voru alls 887 félagsmenn. Atkvæði greiddu 159 félagsmenn eða 17,9 %.
Samkvæmt þessum tölum gildir nú nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga.



10. júlí 2014

frett_um_atkvaedagreidslu_sambands_isl

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning á milli Eflingar, Hlífar og VSFK og Sambands íslenskra sveitarfélaga en skrifað var undir samninginn 2. júlí síðast liðinn. Kjörseðlar hafa verið sendir til félagsmanna Eflingar sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg ásamt kynningarbæklingi um efni samningsins. Niðurstöður eiga að liggja fyrir þann 28. júlí næst komandi. Efling stéttarfélag hvetur viðkomandi félagsmenn til að kynna sér efni samningsins vel og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.



03. júlí 2014

umonnun

Nýr aðfarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga

Fjölmennustu hópar hækka um 20 þúsund krónur

Í nýjum aðfarasamningi sem undirritaður var í vikunni milli Flóafélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga  eru launahækkanir á tímabilinu frá tæplega 10.000 kr. upp í 28.000 kr.  Mismunandi er eftir starfahópum og eins starfsaldri hver hækkunin er.  Fjölmennasti hópurinn er að hækka um liðlega 20.000 kr. á tímabilinu eða ríflega 8%. Í þessum hópi eru m.a. heimaþjónusta, skólaliðar og verkamenn. Launahækkunin er frá 1. maí en síðan hækka launin aftur frá 1. janúar 2015. Lágmarkslaunatöluhækkun er kr. 9.750 en auk þess verður lagfæring á tengitöflu sem tekur gildi frá 1. maí sl.  Desemberuppbót hækkar um 15,9% og fer í 93.500 kr.  



02. júlí 2014

arnarstapi
Dagsferð um Snæfellsnes

Dagsferð Eflingar að þessu sinni verður um Snæfellsnes.
Ferðadagsetningar eru 30. ágúst og 6. september
Lagt verður af stað stundvíslega kl. 8:15 frá húsnæði Eflingar, Sætúni 1.



20. júní 2014

umonnun2

Enn ósamið við Samband íslenskra sveitarfélaga

Krafa um sömu leiðréttingar og aðrir!!!

Hægt hefur miðað í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga en kjarasamningurinn rann út 1. maí síðast liðinn. Líkt og í fyrri samningum hefur Efling farið í sameiginlegar kjaraviðræður með Hlíf og VSFK en tæplega 900 félagsmenn starfa hjá þeim sveitarfélögum sem þessi stéttarfélög eiga aðild að.

 



20. júní 2014

peningar_heimasida5

Að nota séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán


Launafólki er heimilt að ráðstafa iðgjaldagreiðslum sínum í séreignarsparnað á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30 júní 2017 (samtals 3 ár) til að greiða niður húsnæðislán án þess að greiða tekjuskatt af greiðslunum. Þeir sem ekki skulda húsnæðislán geta nýtt iðgjaldagreiðslurnar í útborgun við húsnæðiskaup ef óskað er eftir því fyrir 30. júní 2019.



13. júní 2014

svignaskard_a

Hvað um að sameina.....
orlofið og veiði í sumar????

Nýjung fyrir félagsmenn !

Nú stendur félagsmönnum til boða að kaupa veiðileyfi í neðsta svæði Norðurár í Borgarfirði í sumar.  Þau eru seld í þjónustumiðstöðinni í Svignaskarði og hægt að kanna lausa daga og panta í síma 893-1767.
Veiði hófst 8. júní og hefur Svignaskarð í heild tvær stangir á dag og hægt að kaupa bæði hálfa og heila daga.
Um er að ræða annan hvern dag í sumar, frá og með 8. júní og hægt að telja dagana sem eru til ráðstöfunar út frá því. 



13. júní 2014

islenska_kronan

Viltu fá meira fyrir peninginn?

Nýjung !
Afsláttarkjör fyrir félagsmenn Eflingar  Smelltu á Orlofssjóður –Afsláttur!!!!

Orlofssjóður Eflingar hefur nú tekið inn afsláttakerfið Frímann sem býður upp á góð og hagnýt afsláttarkjör frá fjölbreyttum hópi fyrirtækja til félagsmanna og fjölskyldna þeirra.



04. júní 2014

tryggvi

Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína

– segir Tryggvi Marteinsson

Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum, seg-ir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu. Þetta er algengasta greiðslufyrirkomulagið og síðan kemur fólk til okkar þegar það lætur af störfum og áttar sig á því að það hefur ekki fengið greitt eins og það átti að fá. Þrátt fyrir alla okkar viðleitni til að hafa áhrif á þetta, breytist lítið í þessu, segir hann.



26. maí 2014

atkvaedagreidsla_a 

Samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða

Nýr kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Talningu í atkvæðagreiðslu Eflingar, Hlífar og VSFK um kjarasamning við hjúkrunarheimili og önnur fyrirtæki innan SFV er lokið og var hann samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eða tæplega 88%. Um er að ræða aðfarasamning sem er hliðstæður þeim sem gerður var á almenna markaðnum og gildir hann frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Auk þess var samhliða gengið frá nýjum stofnanasamningi aðila.



16. maí 2014

sfh_undirskrift

Kjörfundir og kynningar á vinnustöðum

Nýr kjarasamningur við hjúkrunarheimilin

Þessa dagana stendur yfir kynning og atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.  Kynningarbæklingur um innihald samningsins hefur verið sendur til allra félagsmanna Eflingar, Hlífar og VSFK sem starfa hjá þeim hjúkrunarheimilum og stofnunum sem eru innan Samtakanna. 



14. maí 2014

260_berufj_skridufjall

Sumarferð Eflingar

Dásemdir Austfjarða

Á morgun 15 maí kl. 8:15 byrjum við að bóka í Sumarferð Eflingar, en farið verður á Austfirði dagana 26. júní – 29. júní.
Austurland nær frá Eystrahorni í suðri að Langanesi í norðri. Tignarleg fjöl, fjölbreytt menning, hreindýr og fuglalíf eru aðeins fjórar af fjölmörgum ástæðum fyrir því að heimsækja Austurland. Þar má finna fjölbreytt landslag og náttúru.



09. maí 2014

hjukrunarheimili

Niðurstöðu að vænta í lok næstu viku

Nýr kjarasamningur við hjúkrunarheimilin

Í lok næstu viku eða þann 16. maí nk. mun endanleg niðurstaða liggja fyrir hvort að sú vinna sem átt hefur sér stað í samninganefnd Eflingar, Hlífar og VSFK við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu skili sér í kjarasamningi sem fer í kynningu til félagsmanna í framhaldinu.  Fram að þeim tíma munu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu fá svigrúm til þess að vinna úr óljósri stöðu á fjármögnun samningsins gagnvart ríkinu.



05. maí 2014

hvada_kjarasamningar_hafa_veird_gerdir_og_hvenaer

Hvaða kjarasamningar hafa verið gerðir og hvenær?

Á undanförnum mánuðum hefur Efling gengið frá kjarasamningum á nokkrum helstu sviðum kjaramála félagsins. Grunnsamningurinn sem hefur haft áhrif á alla sem eftir koma er samningur Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK á almennum markaði. Tímasetningar og launahækkanir þess samnings hafa verið mjög mótandi fyrir aðra samninga. Flóafélögin gera fleiri sameiginlega samninga og sérkjarasamninga sem tengjast sumir öllum félögunum en aðrir einstökum félögum.





Vissir þú?




karl_o_karlsson
Karl Ó. Karlsson

 
Anna Lilja Sigurðardóttir 

Lögmenn Eflingar-stéttarfélags eru til viðtals á skrifstofu félagsins á þriðjudögum milli kl. 13.00 og 16.00. Það eru lögmennirnir Karl Ó. Karlsson og Anna Lilja Sigurðardóttir  frá lögmannsstofunni  LAG lögmenn  sem eru til aðstoðar. Ekki þarf að panta tíma fyrirfram. Það nægir að mæta á skrifstofuna á þessum tíma.




Á döfinni

Efling - stéttarfélag   |   Sætún 1   |   sími: 510 7500  |  fax: 510 7501  |   efling@efling.is