Auglýst eftir tilnefningum í trúnaðarráð Eflingar

12. 12, 2022

Efling – stéttarfélag kallar eftir tilnefningum til setu í trúnaðarráði félagsins 2023-2024. Í trúnaðarráði sitja 115 félagsmenn ásamt 15 manna stjórn félagsins. Samkvæmt lögum Eflingar hefur trúnaðarráð æðsta vald í málefnum félagsins. Kjörtímabil þess hefst 1. janúar 2023 og stendur yfir til ársloka 2024. Trúnaðarráð fundar að jafnaði mánaðarlega yfir vetrartímann. 

Allir fullgildir félagsmenn í Eflingu geta tilnefnt sjálfan sig eða annan fullgildan félagsmann. Uppstillingarnefnd félagsins tekur við tilnefningum og setur saman tillögu að lista nýs trúnaðarráðs. 

Við val á listann verður tekið tillit til reynslu en einnig þess að listinn endurspegli félagið í heild sinni með hliðsjón af atvinnugrein, aldri, kyni, uppruna og fleiri þáttum.  

Tilnefningum skal skilað með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan. Þær skulu berast eigi síðar en miðnætti miðvikudaginn 7. desember.

Tilnefning í trúnaðarráð Eflingar 2023-2024

Tilnefningar í trúnaðarráð
Staðfestu netfang til að koma í veg fyrir innsláttarvillur / Confirm email to prevent typing errors / Powtórz email aby uniknąć błędów w pisowni
Checkboxes