Fræðslusjóður

Fræðslusjóðir sem Efling á aðild að eru fjórir talsins. Starfsafl er fyrir fólk sem vinnur á almenna markaðnum – Samtök atvinnulífsins, Flóamennt er fyrir þá sem vinna hjá ríkinu og hjúkrunarheimilum, Fræðslusjóður Eflingar og Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar og Fræðslusjóður Eflingar, Kópavogsbæjar og Seltjarnanesbæjar fyrir þá sem vinna hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ.

Hægt er að senda umsóknir og fyrirspurnir á fraedslusjodur@efling.is

Námskeið og fræðsla

Fjölmörg námskeið eru í boði fyrir félagsmenn Eflingar. Kynntu þér námsframboðið.

Fræðslusjóðir hækka styrki

Nú geta allir félagsmenn sótt tímabundið um 90% endurgreiðslu fyrir starfstengt nám.

Náms- og starfsráðgjöf

Félagsmenn Eflingar stéttarfélags geta bókað viðtal hjá náms- og starfsráðgjöfum Mímis sér að kostnaðarlausu.