Almenn braut Eflingar

Almenn braut

Á nýrri almennri braut Eflingar verður félögum veittur stuðningur, tæki og tól til að hafa aukin áhrif, beita sér í þágu verkalýðsbaráttunnar og samfélagsmála almennt.

Eflingarfélögum býðst að taka þátt í náminu án endurgjalds. Á almennu brautinni er félögum Eflingar bent á tækifæri til áhrifa, veitt leiðsögn í tjáningu, leiðbeint um notkun samfélagsmiðla og ýmsar aðrar árangursríkar leiðir til að koma skoðunum sínum og hugsjónum á framfæri. Einnig verður farið yfir mismunun á Íslandi og hvað verkalýðshreyfingin hefur áunnist með baráttu sinni fyrir réttlátara samfélagi.

Kennarar verða Sólveig Anna Jónsdóttir, Viðar Þorsteinsson, Guðmundur Ævar Oddsson, Kolbrún Halldórsdóttir og starfsfólk Eflingar.

Efling býður nemendum upp á kvöldverð öll kennslukvöldin. Allt nám fer fram í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún og engrar heimavinnu er krafist. Engin önnur skilyrði eru fyrir inngöngu á almennu brautina heldur en að hafa greitt iðgjald til Eflingar í að lágmarki þrjá mánuði síðustu sex mánuði. Nemendur á almennu brautinni verða leystir út með útskriftargjöfum.

Kennsla fer fram á ensku og íslensku.

Almenn braut á íslensku: 2., 9., 16. og 23. nóvember 2021 kl. 18:00–21:00.

Almenn braut á ensku: 3., 10., 17. og 24. nóvember 2021 kl. 18:00–21:00.

Áhugasömum er bent á að skrá sig í nám á almennu brautinni í gegnum efling@efling.is eða í síma 510 7500.

Námið er félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu.

Námskeið á dagskrá