Eldhús og mötuneyti – fagnámskeið I, II og III

Fagnámskeið

Markmið námskeiðanna er að auka færni starfsfólks til þess að sinna störfum sínum í mötuneytum og eldhúsum. Áhersla er lögð á að auka faglega þekkingu á sviði matvæla- og veitingagreina og gefa fullorðnum tækifæri til fagmenntunar á sviðinu.

Á fagnámskeiðinum I og II er  lögð áhersla á samskipti, tölvunotkun, hreinlætisfræði, næringarfræði og matreiðslu á grænmetisfæði.

Á fagnámskeiði III er áhersla á matseðlagerð og matreiðslu fyrir grænkera og þá sem eru með ofnæmi og óþol.

Nám á fagnámskeiðunum er metið til eininga í námi í matvæla- og veitingagreinum, þar á meðal námi matsveina og matartækna.

Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi.

Námskeiðin eru kennd á íslensku.

Íslenskustuðningur í námi. Boðið er upp á íslenskukennslu með orðaforða þess efnis sem er verið að fara í þá vikuna.


Hólmfríður Erla Hestnes:

„Það sem kom mér kannski mest á óvart er hvað það er lítið mál að búa til grænmetismat. Ég hélt að þetta væri mikið meira vesen, en svo er þetta bara annað hráefni en sama vinna!“


Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa í eldhúsum og mötuneytum og eru þeim að kostnaðarlausu.

Skráning er á vefnum, sjá eyðublað hér að neðan. Ef þið þurfið aðstoð við skráninguna getið þið haft samband við Eflingu-stéttarfélag í síma 510 7500.

Skráningareyðublað

Skráning í fagnámskeið Eldhúsa og mötuneyta
Staðfesta netfang / Confirm Email / Powtórz email
Ég vil skrá mig á fagnámskeið nr. / I want to register for vocational course nr./ Chcę zarejestrować się na kurs zawodowy nr.

Námskeið á dagskrá

Eldhús og mötuneyti – fagnámskeið III

— Menntaskólinn í Kópavogi, Digranesvegi 51

Kennslutímabil: 17. apríl –  – 25. maí 2023Kennsludagar: Mánudagar og miðvikudagarKennslutími: 15:00 – 17:30Lengd: Samtals 60 …

17. apr arrow_forward

Eldhús og mötuneyti – fagnámskeið II

— Atburður liðinn

Kennslutímabil: 30. janúar – 27. mars 2023Kennsludagar: Mánudagar og miðvikudagarKennslutími: 15:00 – 17:30Lengd: Samtals 60 kennslustundir. …

30. jan arrow_forward

Eldhús og mötuneyti – fagnámskeið I

— Atburður liðinn

Kennslutímabil: 3. október – 23. nóvember 2022Kennsludagar: Mánudagar og miðvikudagar.Kennslutími: 15:00 – 17:30Lengd: Samtals 60 kennslustundir. …

3. okt arrow_forward