Félagsliðagátt er ætluð er fólki sem vinnur við umönnun t.d. á öldrunarheimilum, í heimaþjónustu eða við heimahlynningu.
Námið veitir undirstöðuþekkingu til að efla lífsgæði einstaklinga sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Starfsvettvangur félagsliða spannar vítt svið félagslegrar endurhæfingar og virkniúrræða fyrir þá sem vegna félagslegra aðstæðna, veikinda, öldrunar, þroskaraskana eða hvers kona áfalla, þurfa á sérstökum stuðninga að halda.
Nemendur velja annað hvort öldrunarlínu eða fötlunarlínu.
Fötlunarlína: FTL2B05 og FTL3A05
Öldrunarlína: ÖLD2B05 og ÖLD3B05
Nám í gáttinni miðast við 3ja ára starfsreynslu og búið sé að ljúka 190 klukkustundum af starfstengdum námskeiðum. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni.
Námið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem vinna við umönnun og er þeim að kostnaðarlausu.
Námskeiðið er kennt á íslensku.