Réttindi og skyldur á vinnumarkaði

Réttindi

Efling býður félagsfólki á námskeið um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Boðið er upp á námskeiðið á íslensku, ensku og pólsku.

Námskeiðið er liður í því að veita félögum í Eflingu upplýsingar um réttindi þeirra á vinnumarkaði og hjá stéttarfélaginu. Sérfræðingar Eflingar í kjaramálum fara yfir helstu atriði kjarasamninga, s.s. veikindarétt, uppsagnarfrest og fleira ásamt því að kynna réttindi félagsmanna í sjóðum félagsins.

Námskeiðið verður haldið á Zoom. 

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig hér og taka fram hvaða námskeið þeir ætla að sitja. Linkur á námskeiðið verður sent á skráða þátttakendur samdægurs. 

Íslenska: 20. janúar 2022, kl. 19.00-21.00

Enska: 25. janúar 2022, kl. 19.00-21.00

Pólska: 27. janúar, kl. 19.00-21.00

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Námskeið á dagskrá