Orlofsréttur á almenna markaðnum

Lágmarksorlof er 24 virkir dagar. Orlofslaun eru 10,17% af öllum launum.

  • Eftir 5 ár í sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein skal starfsmaður hafa 25 daga orlof og skulu orlofslaun vera 10,64%.
  • Eftir 10 ár í sama fyrirtæki skal starfsmaður hafa 30 daga orlof og skulu orlofslaun vera 13,04%.

Orlofsréttur reiknast frá 1. maí – 30. apríl ár hvert. Sumarorlofstímabil er frá 2. maí til 30. september.

Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir þriggja ára starf hjá nýju fyrirtæki, enda hafi hann verið sannreyndur.