Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1. maí ár hvert.
Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.
Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina.
Full orlofsuppbót 2020 var 50.450 kr.
Full orlofsuppbót 2021 er 51.700 kr.
Full orlofsuppbót 2022 er 53.000 kr.